Fyrrum leikmaður ÍR, ÍA, Sindra, Ármanns, Snæfells og Vestra Gabriel Adersteg er einn tveggja nýrra piparsveina í Bachelor þætti í heimalandinu Svíþjóð.
Gabriel kom fyrst til Íslands árið 2019 til þess að leika fyrir Snæfell og átti hann nokkuð góðu gengi að fagna sem leikmaður sex félaga á Íslandi allt fram til síðasta tímabils er hann lék fyrir Ármann.
Í viðtali við Tv4 segir Gabriel „Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til að vera með í Bachelor í ár. Eftir mörg ár erlendis sem atvinnumaður í körfubolta fannst mér kominn tími til að flytja heim til Svíþjóðar og prófa eitthvað nýtt. Þegar þetta tækifæri gafst greip ég það í von um að hitta einhvern til að flytja heim til líka,“
Fyrir þá sem vilja fylgjast með Gabriel í Bachelor verður fyrsti þátturinn sýndur nú í sumar á stöðinni Tv4 í Svíþjóð þann 9. júní.