21:47
{mosimage}
(Helgi Einarsson var sterkur í liði Hauka með 11 stig)
Haukar höfðu sigur á Reyni Sandgerði 89-62 í 1. deild karla í kvöld á Ásvöllum. Frábær byrjun Hauka lagði grunninn að sigrinum sem hefði auðveldlega getað orðið stærri. Stigahæstur hjá Haukum var Haukur Óskarsson með 17 stig og hjá Reyni Sandgerði var Rúnar Pálsson með 16 stig.
Hlynur Jónsson skoraði fyrstu körfu leiksins og kom Reyni yfir. Haukar svöruðu með tveimur stigum frá Sveini Sveinssyni og Reynir komst yfir í næstu sókn þegar Sigurður Sigurbjörnsson setti niður eitt af tveimur vítaskotum sínum. Eftir það kom frábær kafli hjá þar sem þeir skoruðu 20 stig gegn engu og breyttu stöðunni úr 2-3 í 22-3. Öflug byrjun Hauka setti Reynismenn út af laginu en þeir skoruðu ekki aftur fyrr en Sigurður Sigurbjörnsson skoraði þegar um tvær mínútur voru eftir og staða Hauka mjög góð. Leikhlutinn endaði 26-9 Haukum í vil.
{mosimage}
Liðin skiptust á körfum í byrjun 2. leikhluta en í stöðunni 33-17 kom annar góður kafli hjá Haukum og þeir skorðu 10 stig gegn engu og staða Sandgerðinga slæm. Leikhlutinn endaði 45-19 og Haukar fóru með 26 stiga forystu í hálfleik.
Reynismenn voru ekki tilbúnir að gefast upp og byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel. Þeir skoruðu fyrstu 7 stig hálfleiksins. Haukar svöruðu með fjórum stigum frá Sigurðu Einarssyni og Ólafur Aron Ingvason skoraði fyrir Reyni í næstu sókn. Þá skoruðu Haukar fimm stig. Liðin skiptust á körfum út leiklutann og var forskot Hauka 28 stig fyrir lokaleikhlutann, 67-39.
{mosimage}
Í fjórða leikhluta jöfnuðust leikar aðeins en Haukar spiluðu mest megnis á leikmönnum úr drengja- og 11. flokki. Þrátt fyrir mikinn gáfust Sandgerðingar ekki upp og héldu baráttunni áfram út leikinn og söxuðu á forskot Hauka. Haukar náðu mest 38 stiga mun í leikhlutanum en minnst varð það 25 stig þegar skammt var til leiksloka. Lokatölur 89-62.
Sex leikmenn Hauka skoruðu 10 stig eða meira og var Haukur Óskarsson stigahæstur með 17 stig og næstur honum kom Sigurður Þór Einarsson með 13 stig.
Hjá Reyni var Rúnar Pálsson með 16 stig og Sigurbjörn Bjarkarson var með 14 stig.
Myndir: [email protected]
{mosimage}