Ísland tekur á móti Georgíu í 2. glugga seinni hluta undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 þar næsta föstudag 11. nóvember. Fyrir leikinn er staða Íslands nokkuð sterk í L riðil, liðið er með fjóra sigra, tvö töp og er í 3. sæti, en efstu þrjú lið riðilsins komast á lokamótið.
FIBA gaf á dögunum út lista með mest spennandi leikjum komandi nóvemberglugga. Á honum er téður leikur Íslands og Georgíu, en um leikinn er sagt “Bæði Spánn og Ítalía eru 5-1 og er Ísland í þriðja sæti L riðils með 4-2 og vonir um að komast í fyrsta skipti á lokamót HM, en það vill Georgía líka, sem eru 3-3. Það verða því líklega mikil læti í Laugardalshöll þar sem að sigur myndi fara langleiðina með að tryggja Íslandi farmiða á lokamótið. Georgía mun hinsvegar vilja bæta upp fyrir slæma 1-4 frammistöðu á lokamóti EuroBasket 2022”
Miðasala á leikinn gegn Georgíu er í fullum gangi á Stubb (ath öll miðasala fer eingöngu fram þar), en tekið er fram að takmarkað magn miða verður í boði á leikinn. Miðaverð fyrir fullorðna er 2500 kr. á meðan að 15 ára og yngri þurfa að greiða 1000 kr. fyrir miða.
Allar nánari upplýsingar er að finna hér
Hérna er heimasíða undankeppninnar
Hér fyrir neðan má sjá leiki Íslands sem eftir eru í annarri umferð undankeppninnar:
Nóvember 2022:
ÍSLAND-GEORGÍA | 11. nóvember (heima) |
ÚKRAÍNA-ÍSLAND | 14. nóvember (úti) |
Febrúar 2023:
ÍSLAND-SPÁNN | 23. febrúar (heima) |
GEORGÍA-ÍSLAND | 26. febrúar (úti) |
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil