spot_img
HomeFréttirLeikur Íslands og Georgíu talinn einn sá áhugaverðasti í lokaglugga undankeppni HM...

Leikur Íslands og Georgíu talinn einn sá áhugaverðasti í lokaglugga undankeppni HM 2023

Leikur Íslands og Georgíu sem fram fer þann 26. febrúar í undankeppni HM 2023 er talinn einn af átta áhugaverðustu leikjum lokaglugga keppninnar af vefmiðil FIBA. Það kemur þó lítið á óvart, en ekki er ólíklegt að sigur í honum muni tryggja öðru hvoru liðinu sæti á lokamóti HM sem fram fer seinna á árinu.

https://www.karfan.is/2023/02/islenski-hopurinn-fyrir-lokaleiki-undankeppni-hm-2023-hlynur-tekur-fram-landslidsskona/

Fyrir þennan lokaglugga hafa níu þjóðir tryggt sér þátttökurétt á lokamótinu og eru því aðeins þrjú laus sæti í boði í þessum lokaleikjum. Um þennan lokaleik Íslands og Georgíu segir FIBA.

“Það er þriggja þjóða kapphlaup að þriðja sætinu í L riðil á milli Georgíu (4-4), Íslands (4-4) og Úkraínu (3-5) Bæði Ísland og Georgía freista þess að komast í fyrsta skipti á lokamótið, en Úkraína tók þátt í því á Spáni árið 2014. Viðureign Georgíu og Íslands í Tíblisi mun að öllum líkindum skera úr um hvaða lið fer áfram, en Georgía vann á Íslandi 85-88. Georgía leikur gegn Hollandi 23. febrúar, sama dag og Ísland spilar heima við Spán og Úkraína mætir heimamönnum á Ítalíu. Úkraína er eina liðið sem getur verið slegið úr leik með tapi í fyrri leik gluggans.”

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -