Ísland mætir Belgíu kl. 14:15 í dag í Mons í lokaleik annarrar umferðar forkeppni EuroBasket 2021.
Belgía hefur þegar tryggt sér sigur í umferðinni og leika okkar strákar því næst í ágúst í þriðju og jafnframt síðustu umferð forkeppninnar til að komast í undankeppni EM 2021.
Þá verður leikið heima og að heiman 7.-21. ágúst gegn Sviss og Portúgal. Ísland mun leika heimaleiki 10. og 17. ágúst og úti 7. og 21. ágúst. Sigurvegari þess riðils fer í undankepni EM sem hefst næsta haust.
Nokkrar breytingar eru á hóp liðsins frá síðasta leik þess gegn Portúgal síðastliðinn fimmtudag. Fjórar breytingar eru á hópnum. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson léku báðir sinn síðasta leik á fimmtudag og eru því ekki með liðinu. Þá fóru Haukur Helgi Pálsson og Sigtryggur Arnar Björnsson heldur ekki með því til Belgíu. Inn í staðinn fyrir þessa fjóra koma Hakur Óskarsson, Collin Pryor, Kristinn Pálsson og Maciej Baginski.
Eins og tekið var fram lagði fyrirliði liðsins til margra ára, Hlynur Bæringsson, skóna á hilluna eftir síðasta leik. Í dag mun leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson taka við því hlutverki af Hlyni, en hann er að leika sinn 78. landsleik.
Leikur dagsins
Undankeppni EuroBasket 2021:
Belgía Ísland – kl. 14:15
Bein útsending verður frá leiknum hér: