spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Leikur dagsins: Ísland mætir Belgíu í Mons - Hörður Axel nýr fyrirliði...

Leikur dagsins: Ísland mætir Belgíu í Mons – Hörður Axel nýr fyrirliði liðsins

Ísland mætir Belgíu kl. 14:15 í dag í Mons í lokaleik annarrar umferðar forkeppni EuroBasket 2021.

Belgía hefur þegar tryggt sér sigur í umferðinni og leika okkar strákar því næst í ágúst í þriðju og jafnframt síðustu umferð forkeppninnar til að komast í undankeppni EM 2021.

Þá verður leikið heima og að heiman 7.-21. ágúst gegn Sviss og Portúgal. Ísland mun leika heimaleiki 10. og 17. ágúst og úti 7. og 21. ágúst. Sigurvegari þess riðils fer í undankepni EM sem hefst næsta haust.

Nokkrar breytingar eru á hóp liðsins frá síðasta leik þess gegn Portúgal síðastliðinn fimmtudag. Fjórar breytingar eru á hópnum. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson léku báðir sinn síðasta leik á fimmtudag og eru því ekki með liðinu. Þá fóru Haukur Helgi Pálsson og Sigtryggur Arnar Björnsson heldur ekki með því til Belgíu. Inn í staðinn fyrir þessa fjóra koma Hakur Óskarsson, Collin Pryor, Kristinn Pálsson og Maciej Baginski.

Hérna er hægt að sjá hópinn

Eins og tekið var fram lagði fyrirliði liðsins til margra ára, Hlynur Bæringsson, skóna á hilluna eftir síðasta leik. Í dag mun leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson taka við því hlutverki af Hlyni, en hann er að leika sinn 78. landsleik.

 

Leikur dagsins

Undankeppni EuroBasket 2021:

Belgía Ísland – kl. 14:15

 

Bein útsending verður frá leiknum hér:

Fréttir
- Auglýsing -