spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Leikur dagsins: Að duga eða drepast fyrir íslenska landsliðið í Laugardalshöll

Leikur dagsins: Að duga eða drepast fyrir íslenska landsliðið í Laugardalshöll

Í dag kl. 16:00 mætir Ísland liði Portúgal í Laugardalshöllinni í undankeppni Evrópumótsins 2021.

Liðið tapaði fyrsta leik þessa leikjaglugga með einu stigi fyrir Potúgal ytra, en lagði svo Sviss með sama mun síðastliðna helgi heima í Laugardalshöllinni.

Allir leikir mótsins hafa unnist heima hjá liðunum til þessa í mótinu og gæti það hæglega farið svo að þannig ætti það eftir að enda. Kemur þá til útreikninga á stigaskori um hvaða lið það verði sem að fari áfram.

Vinni Ísland leikinn í dag, sem og síðasta leikinn ytra gegn Sviss, komast þeir áfram. Tapi þeir hinsvegar leiknum í dag, verður það Portúgal sem kemst áfram.

Hérna er hægt að kaupa miða

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV, en þá verður einnig hægt að fylgjast með honum og lifandi tölfræði í gegnum heimasíðu mótsins hjá FIBA hér.

Karfan leit við á æfingu hjá liðinu síðastliðinn fimmtudag og spjallaði við leikmennina Martin Hermannsson, Elvar Már Friðrikssin, Tryggva Snæ Hlinason og þjálfarann Finn Frey Stefánsson um verkefnið.

Martin: Er alveg tilbúinn að fá boltann þarna aftur

Tryggvi Snær: Þekkjum þá alveg vel

Finnur Freyr: Ef fólk vill ekki starta körfuboltavetrinum á því að sjá góðan landsleik, þá er eitthvað mikið að

Elvar Már: Held að leiðin sé bara upp á við fyrir okkur

Þá fékk Podcast Körfunnar annan leikmann liðsins, Jón Axel Guðmundsson, í spjall til sín um, meðal annars, liðið og leikina í þessari undankeppni Evrópumótsins.

Jón Axel í spjalli: Valdi landsliðið fram yfir Stephen Curry

Fréttir
- Auglýsing -