Keflavík og KR mætast í sinni fjórðu undanúrslitaviðureign í Toyota-höllinni í kvöld og hefjast lætin stundvíslega kl. 19:15. Staðan í einvíginu er 2-1 KR í vil eftir að Keflavík nældi sér í útisigur eftir framlengda spennuviðureign á föstudagskvöld. Ef KR vinnur í kvöld komast þeir í úrslitaeinvígið gegn Stjörnunni en ef Keflavík vinnur þarf oddaleik í DHL-Höllinni og fer þá sá leikur fram fimmtudaginn 7. apríl.
KR vann fyrstu tvo leikina í seríunni, fyrst 87-79 og svo 105-87. Keflavík vann þriðja leikinn í DHL-Höllinni 135-139,smella hér til að rifja aðeins upp lætin úr þriðja leiknum.
Fjórði leikurinn í kvöld mun örugglega ekki svíkja neinn og því ráð að mæta tímanlega í Toyota-höllina en það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Keflvíkingar eru enn á síðasta séns þrátt fyrir sigur á föstudag, KR missti Keflavík inn í einvígið í síðasta leik en leiða samt 2-1, svipað og að taka sér sundsprett með blæðandi sár undan ströndum Suður-Afríku.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á rútuferð á leikinn frá KR-heimilinu kl. 17.30 og til baka strax eftir leik. Verð pr. sæti er kr. 1.000. Bókaðu far á netfangið [email protected] fyrir kl. 13.00 í dag.
Fjölmennum á völlinn!