Í gærkvöldi sýndu Hrunamenn og Ármenningar frábæran samhug eftir erfiða viku í Hrunamannahreppi. Fjölmenni var á áhorfendapöllum og góður andi í íþróttahúsinu. Leikmenn og þjálfarar beggja liða lögðu sitt á vogarskálarnar og borguðu aðgangseyrinn sem fer allur óskiptur til Pieta samtakanna.
Alls söfnuðust 254 þúsund krónur á leiknum sem lagðar verða inn hjá Pieta samtökunum í nafni Kristins Þórs Styrmissonar fyrriverandi iðkanda með yngri flokkum Hrunamanna sem féll frá á dögunum.



