21:16
{mosimage}
Leikjum kvöldsins er nú lokið en þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla og þrír í 1. deild karla. Snæfell vann Breiðablik eftir framlengdan leik 79-74 í Smáranum, Njarðvík vann öruggan sigur á Skallagrím í Borgarnesi 92-63 og ÍR vann sinn fyrsta sigur í vetur þegar liðið lagði Tindastól 90-71.
Í 1. deildinni vann Þór Þ. – KFÍ 93-73, Hamar heldur sigurgöngunni áfram og vann Hrunamenn 98-81 og þá vann Valur Hött 83-80.