Riðlakeppni Lengjubikarsins er lokið og niðurröðun í úrsláttarkeppninni er orðin skýr. Hin "ágætu átta" eða 8-liða úrslitin í karlaflokki fara fram í kvöld en hin "fjögur fræknu" eða undanúrslit kvennaflokki hefjast svo 1. október nk.
Hin ágætu átta (karla):
Icelandic Glacial höllin kl. 19:15 Þór Þ. (A1) – Tindastóll (B2)
Iða kl. 19:15 FSu (B1) – Njarðvík (A2)
Schenker-höllin kl. 18:00 Haukar (C1) – KR (D2)
Grindavík kl. 19:15 Grindavík (D1) – Stjarnan (C2)
Hin fjögur fræknu fara svo fram á Sauðárkróki á fimmtudegi til laugardags nk., kvenna á fimmtudeginum en karla á föstudeginum. Úrslitin svo á laugardaginn. Niðurröðun í fjögur fræknu kvenna er ljós:
Hin fjörgu fræknu (kvenna):
Fimmtudagur 1. október
Kl. 18:15 Keflavík-Valur
Kl. 20.30 Haukar-Grindavík
Úrslitaleikur:
Laugardagur 3. október kl. 14:00