Leikdagar félaga í úrslitakeppni fyrstu deildar karla hafa verið staðfestir, en keppnin rúllar af stað komandi föstudag 5. apríl.
KR tryggði sér á dögunum efsta sæti deildarinnar og fara þeir því beint upp, en liðin í 2. til 9. sæti deildarinnar munu bítast um hitt sætið í Subway deildinni á næsta tímabili.
Viðureignir 8 liða úrslita
Fjölnir ÍA – Fer af stað föstudag 5. apríl
ÍR Selfoss – Fer af stað föstudag 5. apríl
Þór Akureyri Skallagrímur – Fer af stað laugardag 6. apríl
Sindri Þróttur – Fer af stað laugardag 6. apríl
Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslit.
Hérna er leikjadagskrá 8 liða úrslita fyrstu deildar karla