spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeikjadagskrá komandi tímabils klár - Íslandsmeistarar hefja leik í Smáranum og í...

Leikjadagskrá komandi tímabils klár – Íslandsmeistarar hefja leik í Smáranum og í Forsetahöllinni

KKÍ birti í dag leikjadagskrá Subway og fyrstu deilda karla og kvenna tímabilið 2023-24.

Það verður Subway deild kvenna sem mun hefja Íslandsmótið, en fyrsta umferð deildarinnar er fyrirhuguð 26.-27. september.  Subway deild karla hefst svo 5.-6. október. Keppni 1. deilda hefst í október, en karlarnir leika fyrst 6. október og konurnar 7. október.

Subway deild kvenna hefst á slag nýliðanna, þegar Þór Ak. tekur á móti Stjörnunni. Einnig mætast Grindavík og Fjölnir, Njarðvík og Keflavík, Breiðablik tekur á móti Íslandsmeisturum Vals, og Haukar og Snæfell mætast.

Í Subway deild karla taka nýliðar Álftaness á móti Íslandsmeisturum Tindastóls. Einnig mætast Grindavík og Höttur, Hamar og Keflavík, Þór Þ. og Valur, Njarðvík og Stjarnan, og Breiðablik og Haukar.

Hægt er að nálgast leikjadagskrá deildanna hér.

Fréttir
- Auglýsing -