16:15
{mosimage}
Lið Portland Trailblazers varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar ljóst varð að miðherji liðsins Greg Oden gæti ekki spilað á nýliðaárinu vegna hnéuppskurðar. Þetta kemur sér vitanlega afar illa fyrir liðið, en ekki bara innan vallar.
Dagblaðið Oregonian greindi þannig frá því að aðeins tveimur sólarhringum eftir að staðfest var að nýliðinn sterki gæti ekki spilað með liðinuí vetur, voru fulltrúar stóru sjónvarpsstöðvanna búnir að setja sig í samband við Portland og tilkynntu að nokkrir af leikjum liðsins sem fyrirhugað var að sýna á landsvísu yrðu nú teknir af dagskrá. Það er því ljóst að meiðsli stjörnunýliðans hafa gríðarlega áhrif innan sem utan vallar.
Greg Oden var valinn númer eitt í nýliðavalinu í sumar og voru gríðarlegar vonir bundnar við hann, enda ekki á hverjum degi sem sterkur miðherji kemur inn í NBA deildina úr nýliðavalinu.
Mynd: www.gregoden.com