spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Valur eða Fjölnir geta komist á beinu brautina í kvöld

Leikir dagsins: Valur eða Fjölnir geta komist á beinu brautina í kvöld

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Allir hefjast þeir kl. 19.15. Hamarskonur taka á móti Keflavík og verða þá án Hannah Tuomi sem leikur ekki meir í Blómabænum þetta tímabilið eins og þegar hefur komið fram.
 
 
Leikir kvöldsins í IEX-deild kvenna:
 
Hamar-Keflavík
Valur-Fjölnir
Haukar-Snæfell
 
Hamar-Keflavík
Hamar er í 6. sæti deildarinnar og fá spræka Keflvíkinga í heimsókn í kvöld en Keflavík hefur unnið sjö deildarleiki í röð. Án Hannah Tuomi verður róðurinn þungur hjá Hvergerðingum í kvöld.
 
Valur-Fjölnir
Í kvöld mun annað hvort liðið binda enda á langa taphrinu hjá sér. Valskonur hafa tapað sex deildarleikjum í röð og Fjölnir fimm. Það verður því kærkominn sigur hjá öðru hvoru liðinu í kvöld.
 
Haukar-Snæfell
Snæfell hefur unnið fjóra heimaleiki í röð og tapað fjórum útileikjum í röð. Nú er kominn tími til að sanna sig á útivelli en Haukar eru í fantaformi um þessar mundir og hafa unnið þrjá deildarleiki í röð.
 
Fjölmennum á vellina!
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -