Úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna rúllar af stað í kvöld eftir stutt páskafrí. Það verða Valur og Keflavík sem munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár.
Liðin eru bikarmeistarar síðustu tveggja ára en þau mættust einnig í undanúrslitum deildarinnar í fyrra þar sem Valur hafði betur 3-2 í frábærum oddaleik.
Liðin mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni og einu sinni í bikarkeppninni (8 liða úrslitum). Keflvíkingar höfðu sigur í einum leik af þessum fimm á tímabilinu. Sá síðasti var í lok deildarkeppninnar þar sem Valur vann 80-68 í fyrsta leik Söru Rúnar eftir endurkomuna.
Umfjöllun og viðtöl eftir leik eru væntanleg á Körfuna í kvöld.
Leikir dagsins
Dominos deild kvenna – Úrslit:
Valur – Keflavík