Fjórða umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld þegar fjórir leikir eru á dagskrá. Hingað til hefur lítið verið um óvænt úrslit og því spurning hvað gerist í kvöld.
Tveir stórleikir eru á dagskrá þar sem liðin sem hafa litið hvað best út hingað til mætast innbyrgðis. Á Sauðárkróki tekur Tindastóll á móti Njarðvík en bæði lið eru enn ósigruð eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Stjarnan heimsækir Keflavík en þessi lið hafa eldað saman grátt silfur í gegnum tíðina. Stjarnan hefur enn ekki tapað leik en Keflavík hafa unnið frábæra sigra í síðustu tveimur leikjum.
Baráttan um suðurstrandavegin fer fram í Þorlákshöfn og í Hafnarfirði eru Blikar í heimsókn í fróðlegri viðureign.
Karfan mun fylgjast með leikjum kvöldsins og verður fjallað um þá í kvöld.
Leikir kvöldsins:
Dominos deild karla:
Þór – Grindavík – kl. 19:15
Tindastóll – Njarðvík – kl. 19:15
Haukar – Breiðablik – kl. 19:15
Keflavík – Stjarnan – kl. 20:00