Tíunda umferðin í Iceland Express deild kvenna fer fram í dag þar sem boðið verður upp á toppslag Keflavíkur og Njarðvíkur en þetta eru tvö efstu lið deildarinnar, Keflavík með 18 stig og Njarðvík með 14. Keflvíkingar hafa unnið níu deildarleiki í röð og spurning dagsins er sú hvort þær séu númeri of stórar fyrir græna granna sína eða hvort nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna, Sverrir Þór Sverrisson, eigi einhver ,,trix“ upp í erminni og nái að galdra fram tvö stig með Njarðvíkurkonum í dag.
Leikir dagsins í Iceland Express deild kvenna:
16:30: KR-Fjölnir
16:30: Hamar-Snæfell
16:30: Njarðvík-Keflavík
17:30: Haukar-Valur
Þá er jólamót ÍR og Nettó í fullum gangi í Seljaskóla í dag þar sem stjörnur framtíðarinnar koma saman. Eins má sjá yfirlit yfir alla leiki dagsins hér.