spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Þrír innanbæjarslagir á dagskrá, aðgangseyrir í Njarðvík rennur í Minningarsjóð...

Leikir dagsins: Þrír innanbæjarslagir á dagskrá, aðgangseyrir í Njarðvík rennur í Minningarsjóð Ölla

Þrír leikir fara fram í Domino’s deild karla í kvöld, og eru þeir ekki af verri endanum, þar sem allir þrír leikirnir eru innanbæjarslagir.

Þar af eru tveir Reykjavíkurslagir, en í DHL-höllinni taka Íslandsmeistarar KR á móti Fjölni, og Valsmenn taka á móti ÍR í Origo-höllinni. Báðir Reykjavíkurslagirnir hefjast klukkan 19:15

Stórleikur kvöldsins fer hins vegar án efa fram í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík, en þar mætast nágrannaliðin Njarðvík og Keflavík í leik sem hefur í seinni tíð fengið nafnið “sá sígildi”. Með sigri jafna Njarðvíkingar Tindastól að stigum í þriðja sæti deildarinnar, en með útisigri jafnar Keflavík Stjörnuna að stigum í toppsætinu. Leikurinn í Njarðtaksgryfjunni hefst klukkan 20:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir að leiknum rennur óskiptur í Minningarsjóð Ölla, til minningar um Örlyg Aron Sturluson, fyrrum leikmann Njarðvíkur. Þá verður Stöð 2 Sport með dagskrá helgaða minningu Ölla fyrir leik.

Fréttir
- Auglýsing -