spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Þriðja rimma Fjölnis og Skallagríms

Leikir dagsins: Þriðja rimma Fjölnis og Skallagríms

Hlutirnir gerast í Dalhúsum í kvöld þegar Fjölnir og Skallagrímur mætast í sínum þriðja leik í úrslitum 1. deildar karla kl. 19:15. Staðan er 1-1 eins og sakir standa þar sem tveir útisigrar hafa litið dagsins ljós.

Borgnesingar opnuðu einvígið með sigri í Dalhúsum þar sem þeir sigu framúr í blálokin en Fjölnismenn jöfnuðu metin í Fjósinu og voru þar sterkari aðilinn á endasprettinum. Leikirnir hafa verið hraðir og fjörugir svo það er ráð að leggja leið sína í Grafarvoginn í kvöld og sjá liðin berjast um sæti í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Vinna þarf þrjá leiki til þess að hafa sigur í seríunni.

 

Mynd/ Pryor og Hafþór Gunnarsson í baráttunni í Borgarnesi í leik tvö.

Fréttir
- Auglýsing -