Þrír leikir verða spilaðir í 6. umferð Domino's deild kvenna í kvöld. Grindavík tekur á móti Snæfelli í Mustad höllinni en það eru bæði lið sem hafa styrkst umtalsvert frá því leiktíðin hófst. Grindavík með Sigrúnu Sjöfn sem gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði og Snæfell sem fékk Bryndísi Guðmundsdóttur yfir frá Keflavík.
Hamar tekur á móti nýliðum Stjörnunnar í Hveragerði en Stjörnustúlkur hafa tapað síðust tveimur leikjum með 3 stigum eða minna og þyrstir því í sigur.
Leikur umferðarinnar er tvímælalaust leikur Vals og Hauka en þar munu systurnar Guðbjörg og Helena Sverrisdætur etja kappi. Þær hafa báðar verið að spila yfirburðavel á leiktíðinni og er því skemmtilegur leikur í vændum. Haukar hafa sigrað alla sína leiki í vetur en Valur tapað einum.
Allir leikir hefjast kl. 19:15.