Sjöunda umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Leikir dagsins eru ansi stórir og verður spennandi að sjá hvernig liðin mæta til leiks.
Í Grindavík er suðurnesjaslagur er Njarðvík mætir í heimsókn. Leikurinn verður væntanlega fyrsti leikur Elvars Friðrikssonar á Íslandi í langan tíma og verður gaman að sjá hann spila aftur.
Liðunum sem var spáð efstu tveimur sætunum fyrir tímabilið mætast í Mathús Garðabæjarhöllinni. Stjarnan fær Tindastól í heimsókn í stórleik umferðarinnar.
Þá fara þrír leikir fram í 1. deild karla þar sem mikil spenna er á toppi deildarinnar.
Leikir morgundagsins
Dominos deild karla:
Grindavík – Njarðvík – kl. 18:30
Stjarnan – Tindastóll – kl. 20:15
1. deild karla:
Snæfell – Þór – kl. 19:15
Vestri – Hamar – kl. 19:15
Fjölnir – Höttur – kl. 19:15