Fjórir leikir fara fram í Domino’s deild karla í kvöld. Tveir af þeim mjög stórir en Stjarnan fer í heimsókn til Njarðvíkur og freistast til að ná í mikilvæg stig sem Njarðvíkingar eru vafalítið ekki tilbúnir að láta frá sér. KR-ingar fá Grindavík í heimsókn í DHL höllina en staða Grindvíkinga á töflunni er eiginlega sú að þeir þurfa sigur til að halda sér í úrslitakeppnissæti. Höttur fær ÍR í heimsókn og Snæfell tekur á móti FSu.
Í 1. deild karla er einn leikur en þar taka Skagamenn á móti Fjölni úr Grafarvoginum. Hér er um að ræða mikilvægan leik fyrir Fjölni sem er aðeins einum sigurleik frá toppliði Þórs frá Akureyri. ÍA mun hins vegar ekki taka viðspyrnulaust á móti þeim á Akranesi.
Allir leikir hefjast kl. 19:15.
25-02-2016 18:30 | Úrvalsdeild karla | Höttur | ÍR | Egilsstaðir | |
25-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Snæfell | FSu | Stykkishólmur | |
25-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Njarðvík | Stjarnan | Njarðvík | |
25-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | KR | Grindavík | DHL-höllin | |
25-02-2016 19:15 | 1. deild karla | ÍA | Fjölnir | Akranes – Vesturgata | |
25-02-2016 20:00 | Unglingaflokkur kvenna | Keflavík ungl. fl. st. | Hamar ungl. fl. st. | TM höllin |