spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Spennan magnast

Leikir dagsins: Spennan magnast

 
Spennan magnast í Iceland Express deild karla nú þegar fjórar umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni. Nítjánda umferð deildarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum sem allir hefjast kl. 19:15.
Leikir kvöldsins:
 
KR-Breiðablik
Hamar-Fjölnir
Tindastóll-Snæfell
Grindavík-Keflavík
 
Blikar mæta í Vesturbæinn í kvöld en þeir fengu skell á heimavelli í síðustu umferð þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. KR hefur verið á góðu flugi og er með fimm sigurleiki í röð en Vesturbæingar bættu nýverið við sig nýjum leikmanni sem komst vel frá frumraun sinni gegn Hamri í Hveragerði. 
 
Hamar fær nýliða Fjölnis í heimsókn en liðin eru jöfn að stigum í 7.-8. sæti deildarinnar, bæði með 12 stig. Hvorugt liðið kemst ofar í deildinni en baráttan um tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni er í algleymingi og ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í dag þá Fjölnir og Hamar áfram en skammt undan með 10 stig eru ÍR og Tindastóll.
 
Tindastóll tekur einmitt á móti Snæfell í kvöld á Sauðárkróki. Snæfell er í 4. sæti deildarinnar og hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína á meðan Tindastóll hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum.
 
Í Grindavík verður svo boðið upp á grannaglímu þegar heimamenn taka á móti Keflavík. Keflvíkingar höfðu betur í síðustu viðureign liðanna 97-89. Með sigri í kvöld geta Grindvíkingar jafnað Keflavík að stigum en Keflavík er í 2. sæti með 28 stig en Grindavík í 3. sæti með 26 stig. Grindavík þarf svo að vinna leikinn með 9 stiga mun eða meira til þess að eignast innbyrðisviðureign liðanna og komast þannig upp í 2. sætið.
 
Þrír af þessum fjórum leikjum í kvöld eru á Lengjunni og er hægt að tippa á þá á www.lengjan.is en þetta eru viðureignirnar:
 
Grindavík-Keflavík
Hamar-Fjölnir
Tindastóll-Snæfell
 
Fréttir
- Auglýsing -