Fjórðu umferð Dominos deildar karla lýkur með tveimur leikjum í kvöld. Umferðin fór vel af stað í gær og fróðlegt að sjá hvernig henni lýkur í kvöld.
Í Borgarnesi eru ÍR-ingar í heimsókn en viðureignir liðanna hafa verið skemmtilegar í gegnum tíðina. Matthías Orri Sigurðarson var ekki með ÍR fyrir viku síðan en óvíst er um þátttöku hans í kvöld.
Barist verður um Borgina í Origo-höllinni þar sem Valsarar fá KR í heimsókn. Valur frumsýnir þá Kendall Anthony og Will Saunders sem liðið samdi við um síðustu helgi.
Einnig fer fram tvíhöfði í Dalhúsum þar sem meistaraflokkar Fjölnis eru í eldlínunni. Þá hafa tveir aðrir leikir fram í 1. deild karla.
Nánar verðir fjallað um leiki dagsins á Körfunni síðar í dag.
Leikir dagsins:
Dominos deild karla:
Skallagrímur – ÍR kl 18:30
Valur-KR kl 20:15
1. deild karla:
Snæfell-Hamar kl 19:15
Þór Ak-Höttur kl 19:15
Fjölnir-Selfoss kl 20:00
1. deild kvenna:
Fjölnir-Grindavík kl 18:00
2. deild karla:
Ármann – ÍA – 20:30