spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Sjötta umferð hefst í Iceland Express deild karla

Leikir dagsins: Sjötta umferð hefst í Iceland Express deild karla

Í kvöld hefst sjötta umferðin í Iceland Express deild karla. Einnig hefst þá forkeppnin í Poweradebikarkeppni karla og í 1. deild karla verður leikið á Egilsstöðum.
 
 
Iceland Express deild karla í kvöld, allir leikir kl. 19.15:
 
Keflavík-Þór Þorlákshöfn
Tindastóll-Valur
Fjölnir-KR
 
Í Síkinu í kvöld mun annað hvort Tindastóll eða Valur finna sín fyrstu stig í deildinni en bæði lið hafa tapað fimm fyrstu leikjunum sínum. Þór Þorlákshöfn og Keflavík töpuðu bæði í síðustu umferð og freista þess að komast aftur á sigurbraut og Fjölnismenn freista þess að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu KR í deildinni.
 
Poweradebikarkeppni karla
20.00 Mostri – Valur b
20.30 Stjarnan b – Augnablik
 
Í 1. deild karla mætast svo Höttur Egilsstöðum og Ármann kl. 18.30 fyrir austan.
Fréttir
- Auglýsing -