Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu deild kvenna í dag.
Í Síkinu á Sauðárkróki mæta heimastúlkur í Tindastól liði Þórs og í Hveragerði mætast Hamar og Grindavík.
Grindavík er sem stendur í næst efsta sæti deildarinnar á eftir Fjölni, sex stigum fyrir aftan, en með þrjá leiki til góða. Þór er í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir aftan Grindavík, en með einn leik til góða á þær. Þá er Tindastóll í fimmta sætinu og Hamar í því áttunda.
Leikir dagsins
1. deild kvenna:
Tindastóll Þór – kl. 16:30
Hamar Grindavík – kl. 16:30