08:27
{mosimage}
(Brynjar Karl fær ÍR í heimsókn í Iðu í kvöld)
Níunda umferðin í Iceland Express deild karla hófst í gærkvöldi með þremur leikjum þar sem KR, Njarðvík og Þór Akureyri unnu leiki sína. Umferðinni lýkur svo í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15.
Von er á hörkuleik í Röstinni þegar Snæfellingar koma í heimsókn til Grindavíkur og þá tekur Stjarnan á móti Breiðablik í Ásgarði og FSu fær ÍR í heimsókn í Iðu á Selfossi.
Þá er einn leikur í bikarkeppni yngriflokka þegar KR tekur á móti UMFN kl. 19:30 í DHL-Höllinni í 9. flokki karla.