Tveir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og þrír leikir í 1. deildum karla og kvenna. Í Domino's deildinni tekur Njarðvík á móti Tindastóli í Ljónagryfjunni sem verður vafalítið erfiður leikur fyrir heimamenn því gestirnir hafa nú unnið fjóra leiki í röð og virðast hvergi nærri hættir. Í Ásgarði mætast hins vegar Stjarnan og Keflavík en þar er afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Keflvíkingar virðast hafa náð sér eftir tap liðsins gegn Hetti á heimavelli í febrúar og hafa nú sigraði tvo leiki í röð, þar af einn gegn KR í DHL höllinni. Engin lognmolla yfir Domino's deildinni frekar en fyrri daginn en allir báðir leikir hefjast kl. 19:15 í kvöld.
Í 1. deild karla mætast Breiðablik og Skallagrímur í Kópavogi kl. 19:15 en í Dalhúsum verður tvíhöfði þegar karlalið Fjölnis tekur á móti Hamri kl. 20:00 en kvennaliðið mætir hins vegar Ármanni kl. 18:00.