Þriðju umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum þar sem nýliðarnir fara á erfiða útivelli.
Í Mathús Garðabæjarhöllinni eru Borgnesingar í heimsókn en bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð.
Í Breiðholtinu taka Matthíasarlausir ÍRingar á móti Breiðablik en Blikar leita enn af sínum fyrsta sigri. Fyrir leik í Hellinum í kvöld verður sérstök athöfn þar sem minning Daníels Guðbrandssonar verður heiðruð.
Synir Daníels eru þeir Steinar og Guðbrandur (Bóbó) sem hafa unnið mikið fyrir ÍR síðustu ár og verið framarlega í Ghetto Hooligans. Báðir eru þeir góðvinir Körfunnar sem sendir þeim og fjölskyld Daníels hér með innilegar samúðarkveðjur.
Leikir dagsins:
Dominos deild karla:
Stjarnan – Skallagrímur – kl. 18:30
ÍR – Breiðablik – kl. 20:15
1. deild karla:
Fjölnir – Snæfell – kl. 19:15
Selfoss – Vestri – kl. 19:15
Höttur – Hamar – kl. 19:15