spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaLeikir dagsins: Mikið að gera á meginlandinu - Martin og Tryggvi mætast...

Leikir dagsins: Mikið að gera á meginlandinu – Martin og Tryggvi mætast í San Luis

Þó að það sé nákvæmlega ekkert að gerast í íslenskum körfubolta á Íslandi í dag, þá eru íslenskir leikmenn á ferðinni á meginlandinu.

Stærsti leikur dagsins er vafalaust rimma Casademont Zaragoza og Valencia Basket í spænsku ACB deildinni kl. 16:00, en þar munu landsliðsmennirnir Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson etja kappi.

Þá mun Jón xel Guðmundsson leika sinn annan keppnisleik með Fraport Skyliners kl. 15:00 að staðartíma gegn Giessen 46ers í bikarkeppninni í Þýskalandi.

Tómas Þórður Hilmarsson, Hjálmar Stefánsson og félagar þeirra í Aquimisa Carbajosa mæta svo liði Grupo Alega Cantabria kl. 18:30 að staðartíma í spænsku Leb Plata deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -