Í dag lýkur fimmtu umferð í Domino´s-deild kvenna með einum leik. Íslandsmeistarar Snæfells taka þá á móti Keflavík í Stykkishólmi en viðureign liðanna hefst kl. 17:00. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bryndís Guðmundsdóttir mætir uppeldisfélaginu sínu Keflavík í úrvalsdeild.
Leikir dagsins í Domino´s-deild kvenna, 17:00
Snæfell – Keflavík
Fjórir leikir eru svo í 32 liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla
12:00 KR b – Reynir Sandgerði
15:30 Njarðvík b – Leiknir R.
16:00 ÍG – Þór Þorlákshöfn
16:30 Íþróttafélag Breiðholts – Ármann
Liðin sem komin eru í 16 liða úrslit í bikarkeppni karla:
Hamar
Valur
Skallagrímur
1. deild kvenna
16:30 KR – Fjölnir