spot_img
HomeBónus deildinLeikir dagsins: Meistarar meistaranna

Leikir dagsins: Meistarar meistaranna

Segja má að körfuknattleikstímabilið hefjist formlega í dag þegar hin árlega keppni meistari meistaranna fer fram. Þar mæta bikarmeistarar síðasta árs íslandsmeisturunum.

Í kvennaflokki eru það Íslandsmeistarar Hauka sem mæta bikarmeisturum Keflavíkur. Haukar eru með mjög breytt lið frá síðustu leiktíð en Keflavík er spáð góðu gengi.

Karlamegin eru það KR-ingar sem fá Tindastól í heimsókn og má segja að þetta tímabil hefjist þar sem því síðasta lauk.

Leikirnir fara fram í DHL-höllinni en einnig hefst keppni í 2. deild karla í dag.

Leikir dagsins:

Meistarar meistaranna.

Haukar-Keflavík kl 17

KR-Tindastóll kl 19:15

2. deild karla.

Leiknir R-KV kl 13.30

ÍA-Álftanes kl 16:30

Fréttir
- Auglýsing -