Fimm leikir verða leiknir í Domino's deild karla í kvöld. Njarðvíkingar halda norður á Sauðárkrók og takast á við Tindastól. Sauðkrækingar berjast við að vinna sig upp töfluna fyrir úrslitakeppnina í vor. Njarðvík hins vegar þarf að halda sínu striki og sigra til að missa ekki Þór Þorlákshöfn fram úr sér.
Þór mætir í Hertz hellinn til að kljást við ÍR. Mikilvægt að sama skapi fyrir Þór að vinna þennan leik. FSu fær Hauka í heimsókn, Keflvíkingar taka á móti Snæfelli og Höttur heimsækir KR í DHL höllinni.
Allir leikir hefjast kl. 19:15.
04-02-2016 18:30 | Unglingafl. kvenna bikar | Hamar ungl. fl. st. | Keflavík ungl. fl. st. | Hveragerði | |
04-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | ÍR | Þór Þ. | Hertz Hellirinn – Seljaskóli | |
04-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | FSu | Haukar | Iða | |
04-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Tindastóll | Njarðvík | Sauðárkrókur | |
04-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | KR | Höttur | DHL-höllin | |
04-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Keflavík | Snæfell | TM höllin | |
04-02-2016 19:15 | 1. deild karla | ÍA | Breiðablik | Akranes – Vesturgata | |
04-02-2016 19:15 | Stúlknaflokkur bikarkeppni | Njarðvík st. fl. | KR st. fl. | Njarðvík |