Tveir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld. KR fær tækifæri til að hefna fyrir tapið í Ásgarði í upphafi tímabils þegar þeir taka á móti Stjörnunni í DHL höllinni. Höttur og Njarðvík mætast svo á Egilsstöðum en þeim leik hafði verið frestað í gær vegna veðurs.
Í 1. deild karla eru fjórir leikir í kvöld. Reynir Sandgerði tekur á móti Hamri og Fjölnir fer í heimsókn til Skallagríms í Borgarnesi. KFÍ tekur á móti Ármanni og ÍA fær Þór Akureyri í heimsókn.
Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 fyrir utan leikinn á Egilsstöðum sem hefst kl. 18:30.
08-01-2016 18:30 | Úrvalsdeild karla | Höttur | Njarðvík | Egilsstaðir | |
08-01-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | KR | Stjarnan | DHL-höllin | |
08-01-2016 19:15 | 1. deild karla | Reynir Sandgerði | Hamar | Sandgerði | |
08-01-2016 19:15 | 1. deild karla | Skallagrímur | Fjölnir | Borgarnes | |
08-01-2016 19:15 | 1. deild karla | KFÍ | Ármann | Ísafjörður | |
08-01-2016 19:15 | 1. deild karla | ÍA | Þór Ak. | Akranes – Vesturgata | |
08-01-2016 20:00 | Unglingaflokkur karla | Stjarnan ungl. fl. dr. | Fjölnir ungl. fl. dr. | Ásgarður |