spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: KR í úrslit eða jafna Njarðvíkingar?

Leikir dagsins: KR í úrslit eða jafna Njarðvíkingar?

Njarðvík og KR mætast í sínum fjórða undanúrslitaleik í Domino´s-deild karla í kvöld en leikið verður í Ljónagryfjunni og hefst fjörið stundvíslega kl. 19:15. Ráð fyrir stuðningsmenn að mæta snemma því það er nokkuð ljóst að Ljónagryfjan í Njarðvík verður stútfull.

KR tók 1-0 forystu í einvíginu eftir tvíframlengdan leik (69-67) en Njarðvík jafnaði svo metin 1-1 í öðrum hádramatískum leik (88-86). KR tók svo forystuna 2-1 í síðasta leik þar sem Íslandsmeistararnir leiddu frá upphafi til enda (72-54). 

 

Njarðvíkingar hafa verið fórnarlömb gríðarlegra afskrifta alla úrslitakeppnina og komnir mun lengra en flestir fræðingar spáðu þeim, geta grænir haldið áfram að koma á óvart eða lýkur dísilvélin úr vesturbænum verkinu í kvöld?

 

Allir leikir dagsins
 

13-04-2016 17:30 Stúlknaflokkur Breiðablik st. fl.   Ármann/Valur st. fl. Smárinn
13-04-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Njarðvík   KR Njarðvík
13-04-2016 19:30 Unglingaflokkur karla Skallagrímur ungl. fl. dr.   Keflavík ungl. fl. dr. Borgarnes
Fréttir
- Auglýsing -