Þrettándu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Einnig fara þrír leikir fram í 1. deild karla.
Í Breiðholti mæta Haukar í heimsókn en bæði lið þurfa á sigri að halda eftir brösugt gengi uppá síðkastið. Hvorugt liðið hefur unnið leik síðan í nóvember en lengra er síðan ÍR vann eða þann 14 nóvember síðastliðinn. ÍR unnu fyrri leik liðanna örugglega í annari umferð.
Stórleikur umferðarinnar er vafalaust í DHL-höllinni þar sem KR tekur á móti Keflavík. Fyrri leikur liðanna var stórskemmtilegur og endaði með sigri Keflavíkur 85-79.
Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
ÍR – Haukar – kl. 18:30
KR – Keflavík – kl. 20:15
1. deild karla:
Fjölnir – Sindri – kl. 18:00
Snæfell – Selfoss – kl. 19:15
Þór Ak – Hamar – kl. 19:15