spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Leikir dagsins: Jón og Hlynur kveðja landsliðið

Leikir dagsins: Jón og Hlynur kveðja landsliðið

Ísland mætir Portúgal í forkeppni Eurobasket 2021 í kvöld. Leikurinn er sá þriðji í þessari forkeppni en Ísland er enn í leit að sigri. Leikurinn verður síðasti landsleikur Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar fyrir Íslands hönd en hann hafa ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir þennan landsleikjaglugga.

Eftir leik dagsins munu þeir félagar eiga samanlagt á bakinu 225 landsleiki fyrir Íslands hönd. Báðir hafa þeir farið í gegnum tvö stórmót með landsliðinu sem var ansi fjarlægur draumur þegar þeir hófu ferilinn.

Hlynur Bæringsson hefur verið fyrirliði Íslenska landsliðsins síðustu ár og er Jón Arnór óumdeilanlega einn allra besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér í íþróttinni.

Auk þess verður mikilvægt að sækja sigur uppá lokastöðu Íslands í riðlinum. Mikilu máli getur skipt hvort liði endi í öðru eða þriðja sæti riðilsins uppá hverjir verða andstæðingar liðsins í næstu umferð. Ljóst er að Ísland getur ekki unnið riðilinn.

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl 19:45 í dag. Búist er við hörku stemmningu og vonast eftir fullu húsi til að hjálpa strákunum að sækja sigur og kveðja Jón Arnór og Hlyn Bæringsson. Miðasala er hafin á Tix.is. 

Viðtöl við þá félaga um leik kvöldsins má finna hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -