Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Í DHL-höllinni eru það Borgnesingar sem mæta til leiks. Leikir þessara liða hafa verið góð skemmtun síðustu ár og verður spennandi að sjá hvernig Íslandsmeistararnir koma til baka eftir tapið í Meistari meistaranna um síðustu helgi.
Bikarmeistararnir fá Þór Þ í heimsókn og þá mætast lið Séra Friðriks í Origo-höllinni. Keppni í 1. deild karla hefst einnig í dag með einum leik.
Leikir dagsins:
Dominos deild karla:
Tindastóll – Þór Þ kl 19:15
KR – Skallagrímur kl 19:15
Grindavík – Breiðablik kl 19:15
Valur – Haukar kl 19:15 (Í beinni á Stöð 2 Sport 3)
- deild karla
Selfoss – Hamar kl 19:15