Undir 16 og 18 ára lið Íslands taka þessa dagana þátt í Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi, en það fer fram frá 29. júní til 3. júlí. Í þessari röð er leikið gegn Noregi, Danmörku, Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi.
Til þessa hefur Ísland unnið sjö af átta leikjum sínum á mótinu. Unnu alla leikina gegn Noregi fyrsta daginn og alla nema einn gegn Danmörku í gær. Áhugavert verður að sjá í dag hvort að liðin geta haldið þessu góða gengi áfram gegn liðum Eistlands.
Karfan mun flytja fréttir af mótinu, en hér fyrir neðan má sjá íslenska leiktíma gegn Eistlandi í dag
01.07 – Eistland
U16 Drengja kl. 10:30
U18 Drengja kl. 15:00
U16 Stúlkna kl. 15:00
U18 Stúlkna kl. 17:45
Hér má sjá U16 ára lið drengja
Hér má sjá U16 ára lið stúlkna
Hér má sjá U18 ára lið drengja
Hér má sjá U18 ára lið Stúlkna
Hér verður hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu