Þá er komið að fimmta og síðasta leikdegi og nú mætir Ísland heimamönnum í Finnlandi. Finnarnir eru með sterk lið á mótinu í ár, því deginum ljósara að íslensku liðin þurfa að hafa sig öll við ætli þau að ná í sigra.
Dræm var uppskeran gegn Finnlandi í fyrra. Þar sem að aðeins einn leikur af fjórum unnust. Voru það aðeins undir 16 ára drengir sem náðu að sigra sinn leik, en öll hin liðin töpuðu.
Leikir dagsins:
K. 13.30(10.30 ísl. tíma) U18 drengir á velli SUSI 1
Kl. 15.45(12.45 isl. tíma) U18 stúlkur á velli SUSI 1
Kl. 15.45(12.45 ísl. tíma) U16 stúlkur á velli SUSI 3
Kl. 16.00(13.00 ísl. tíma) U16 drengir á velli SUSI 2
Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Karfan.is.
Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi/nc2018.
Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.
Mynd: U16 drengja var eina liðið sem sigraði Finnland á mótinu í fyrra