Tveir leikir fara fram í 1. deild kvenna í dag.
Á Akureyri tekur Þór á móti Hamri kl. 16:00. Fyrir leikinn er Þór í 3. sæti deildarinnar með 6 sigurleiki úr fyrstu 8 leikjum vetrarins. Hamar í 7. sætinu með 1 sigurleik úr fyrstu 11 leikjum sínum.
Í Breiðholtinu fær ÍR lið Grindavíkur í heimsókn kl. 18:30. Fyrir leikinn er Grindavík í 2. sæti deildarinnar, búnar að sigra 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í vetur. ÍR í 6. sætinu, með 3 sigurleiki úr fyrstu 11.
Leikir dagsins
1. deild kvenna:
Þór Hamar – kl. 16:00
ÍR Grindavík – kl. 18:30