14:55
{mosimage}
Fimm leikir eru á dagskrá hér heima í körfuboltanum, einn í 1. deild karla, tveir í 1. deild kvenna og tveir leikir í unglingaflokki.
Valur tekur á móti Reyni Sandgerði kl. 20:00 í Vodafonehöllinni þar sem dómarinn margreyndi, Kristinn Óskarsson, mun dæma sinn 1000. leik í mótum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands.
Reynismenn eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Valsmenn sitja í 5. sæti með 8 stig eftir 4 sigra og 4 ósigra.
Í 1. deild kvenna mætast Snæfell og UMFN í toppslag í Stykkishólmi kl. 19:15 en bæði lið hafa 12 stig í deildinni. Snæfell á tvo leiki til góða á topplið Hauka B og Njarðvík á einn leik til góða á Hauka B.
Þá mætast Breiðablik og Skallagrímur í 1. deild kvenna í Smáranum í kvöld kl. 19:15.
Í unglingaflokki er leikið á tveimur stöðum. Haukar taka á móti FSu í Strandgötu í Hafnarfirði kl. 20:45 í unglingaflokki karla en í unglingaflokki kvenna mætast Haukar og UMFG að Ásvöllum kl. 21:00.
Mynd: [email protected]