Tólfta umferð Domino´s-deildar kvenna fer fram í dag en þrír leikir eru þá á dagskránni. Íslandsmeistarar Snæfells mæta til Keflavíkur, Stjarnan heimsækir Val og Haukar leggja leið sína í Mustad-höllina í Grindavík.
Leikir dagsins í Domino´s-deild kvenna
16:30 Grindavík – Haukar
16:30 Valur – Stjarnan
17:00 Keflavík – Snæfell
Þá er einn leikur í 16-liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla í dag þegar Haukar b taka á móti Íslandsmeisturum KR í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Sigurlið leiksins heldur áfram inn í 8-liða úrslit og mætir Njarðvík. Viðureign liðanna hefst kl. 16:30.
Mynd/ Eyþór Benediktsson – Íslandsmeistarar Snæfells mæta í TM-Höllina í Keflavík í dag.