Hið fyrnasterka kvennalið Hauka sem spáð er titlinum í ár koma til með að mæta meistaraliði Snæfell í kvöld í Dominosdeild kvenna á Ásvöllum. Bæði lið eru ósigruð í deildinni en Snæfell hefur leikið tvo leiki á meðan Haukar sátu hjá í síðustu umferð. Nýliðar Stjörnunar fá svo lið Keflavík í heimsókn í Ásgarð og loks mætast Hamar og Grindavík í Hveragerði. Allir leikir kvöldsins hefjast kl 19:15.
Mynd/D.Eldur: Helena Sverrisdóttir og stöllur taka á móti meisturum Snæfell