12:30
{mosimage}
(Árni Ragnarsson og félagar í FSu leika gegn Þór fyrir Norðan í kvöld)
Fjórða umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki, Þór Akureyri fær nýliða FSu í heimsókn og ÍR tekur á móti Njarðvíkingum í Seljaskóla.
Með sigri í kvöld geta Stólarnir jafnað KR og Grindavík á toppi deildarinnar en toppliðin tvö leika á morgun. Þórsarar hafa tekið sig til í efnahagsástandinu og lækkað miðverð á heimaleiki sína fyrir framhaldsskólanema og kostar miðinn fyrir þá kr. 300,-.
Fjórðu umferð lýkur svo annað kvöld þegar Skallagrímur tekur á móti Grindavík, KR fær Snæfell í heimsókn og Keflavík mætir nýliðum Breiðabliks í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ.
Aðrir leikir dagsins:
Bikar, 9. flokkur karla kl. 19:15
Valur-UMFN
Bikar, 9. flokkur karla kl. 20:00
Grindavík-Fjölnir A
1. deild karla kl. 19:00
Ármann-Þór Þorlákshöfn
Mynd: [email protected]