Nóg er við að vera í körfuboltanum í dag, fjölliðamót og leikir í neðri deildum og þá skýrist það hvort Fjölnir fari í Domino´s-deildina á næstu leiktíð eða hvort Borgnesingar næli sér í oddaleik í úrslitum 1. deildar karla. Skallagrímur og Fjölnir mætast í Fjósinu í dag kl. 16:00 en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Fjölni.
Leikir liðanna hafa verið mikil skemmtun og þriðji leikurinn í Dalhúsum var ekkert annað en veisla þar sem Fjölnir vann stórskemmtilean 102-101 spennusigur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Ráð er að mæta snemma í Fjósið í Borgarnesi í dag en það verður pottþétt svakaleg stemmning í húsinu enda Fjósamenn líflegir og stuðningsmenn Fjölnis verið að sækja í sig veðrið með hverjum leiknum.
Myndbrot: Pryor klárar leik 3 fyrir Fjölni