spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Craion mætir KR

Leikir dagsins: Craion mætir KR

Önnur umferð Dominos deildar karla klárast í kvöld með tveimur leikjum. Nokkur spenna var í leikjum gærdagsins og því spennandi að sjá hvernig stórleikir dagsins fara.

Í Hafnarfirði eru ÍRingar í heimsókn. Haukar náðu í góðan útisigur í fyrstu umferð en ÍR tapaði gegn Stjörnunni.

Stórleikur umferðarinnar er svo í Keflavík þar sem heimamenn fá KR í heimsókn. Michael Craion spilar þar sinn fyrsta heimaleik eftir endurkomuna hjá Keflavík gegn sínum fyrrum félögum í KR.

Einnig fara fram fjórir leikir í 1. deild karla þar sem spennandi verður að sjá hvernig liðin koma undan sumri.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Haukar – ÍR – kl. 18:30

Keflavík – KR – kl. 20:15

1. deild karla:

Snæfell – Höttur – kl. 19:15

Hamar – Sindri – kl. 19:15

Vestri – Fjölnir – kl. 19:15

Þór – Selfoss – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -