Fimm leiki í 8. umferð Domino's deildar karla fara fram í kvöld. Tindastólsmenn taka á móti ósigruðum Keflvíkingum og vilja eflaust endurvekja Síkisgrýluna sem hrjáði öll lið sem komu til Sauðárkróks í fyrra. Höttur gerir ferð í Breiðholtið og freistast þess að ná sínum fyrsta sigri. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið, en ÍR spilar sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Borche Ilievski.
Stjarnan tekur á móti Njarðvík en þessi lið mættust í 8 liða úrslitum Domino's deildar karla í vor og úr varð hörkusería. Haukar höfðu fundið taktinn þar til Stjarnan skellti þeim á jörðina í 7. umferð. Nú mæta þeir Þór Þorlákshöfn og freistast til að sækja dýrmæt stig í höfnina.
Grindavík tekur svo á móti KR-ingum sem töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í síðustu umferð og mæta vafalítið dýrvitlausir til leiks í Mustad-höllina.
Allir leikir hefjast kl. 19:15.
Mynd: Sjóðandi heitur Reggie Dupree og keflvíska hraðlestin mæta til Sauðárkróks í kvöld. (Skúli Sig.)