spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: 4 leikir í IE deild karla og einn í IE...

Leikir dagsins: 4 leikir í IE deild karla og einn í IE deild kvenna

14:42

{mosimage}

Í kvöld fara fram fjórir leiki í IcelandExpress deild karla og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Í Borgarnesi verða KR ingar í heimsókn, reikna má með stórleik enda bæði liðin í toppbaráttu deildarinnar. KR ingar eiga harma að hefna efti 7 stiga tap á heimavelli í fyrri leik liðanna. Á heimasíðu KR má lesa umfjöllun um viðureignir liðanna undanfarin ár.

 

Grindvíkingar taka á móti Þór frá Þorlákshöfn og má eiga von á Grindvíkingum dýrvitlausum eftir tap í síðasta leik gegn Haukum. Þórsarar fundu einnig lykt af sigri í síðasta leik þegar þeir rétt töpuðu fyrir Tindastól. Fyrri viðureign liðanna í vetur lauk þó með öruggum sigri Grindvíkinga 98-65. Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvíkingum í Hveragerði. Sigurganga Hamars/Selfoss var rofin í síðustu umferð og vilja þeir eflaust komast á skrið aftur, það má þó reikna með að róðurinn verði erfiður gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Það á ekki síst við þegar litið er á úrslit fyrri leiks þeirra en þá skoraði Hamar/Selfoss einungis 4 stig í fyrsta leikhluta og 41 í leiknum öllum en Njarðvíkinga 72. Keflvíkignar taka á móti Fjölni og er þetta fyrsti heimaleikur Keflavíkur síðan 17. desember og hafa þeir ekki unnið deildarleik síðan þá. Fjölnismenn hafa verið á uppleið undanfarið og rétt töpuðu fyrir Snæfell á heimavelli og sigruðu Grindavík á útivelli. 

Einn leikur fer svo fram í IcelandExpress deild kvenna en á Ásvöllum taka Haukastúlkur á móti Hamri klukkan 18.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -