Tólfta umferð Iceland Express-deildar karla klárast í kvöld með þremur leikjum þegar toppliðin þrjú Stjarnan, Njarðvík og KR eru öll í eldlínunni.
Fjölnismenn taka á móti Stjörnunni, KR-ingar fá FSu í heimsókn og Njarðvíkingar taka á móti ÍR.
Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.
Í 1. deild kvenna er einn leikur en það er viðureign Laugdæla og Fjölnis sem hefst kl. 20.30 á Laugarvatni.
Einn leikur er í bikarkeppni Stúlknaflokks en það er leikur Grindavíkur og Hauka kl. 17.45 í Röstinni.
Hægt er að tippa á viðureignir Fjölnis og Stjörnunnar og svo Njarðvík og ÍR á www.lengjan.is
Mynd: Úr safni